tisdag 19 januari 2010
Á ekki að senda herrann heim?
Það var ekki beint glæsilegt að hlýða á sendiherrann okkar, Guðmund Árna í Gomorron Sverige í síðustu viku. Fyrir utan hlutdrægni í málflutningi Icesave að tala um skuldbindingar Íslendinga án þess að útskýra í hverju þær eru fólgnar, virðist maðurinn lítið hafa lært sænsku þennan tíma sem hann hefur starfað hér. Svavari Gestssyni tókst á brotabroti af tíma Guðmundar að ná fullkomnari valdi á málinu og gat tjáð sig svo Svíar skildu. En það er líka annar munur á núverandi sendiherra og öllum öðrum síðastliðinn aldarfjórðung. Sendiráðinu var lokað 17.júní í fyrra og ekki einu sinni boðið upp á kaffisopa. Aðrir sendiherrar hafa þó í það minnsta sýnt löndum sínum í Svíþjóð þá kurteisi að halda upp á þjóðhátíðardaginn með opnu húsi. Ætli Guðmundur sé að safna upp í Icesave kröfuna fyrirfram og sendiráðinu verði bráðlega lokað hér? Annars má í hans tilviki bara senda herrann heim.
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar