torsdag 31 mars 2011

Bréf Donalds og Tony í Morgunblaðinu í dag

Mjög gott bréf frá enskum vinum okkar. Þeir koma líka með nýja hugmynd, ef nú Íslendingar myndu vilja sýna enn þá meiri góðvild en sýnt var með neyðarlögunum, þegar íslenska ríkið tryggði Icesave reikningseigendum forgang úr þrotabúi Landsbankans. Hugmyndin gengur út á það, að breska ríkið kaupi vörur t.d. fisk frá Íslandi, sem íslenska ríkið greiði fyrir hér heima með nýútgefnum peningum í íslenskum krónum. Breskir innflytjendur greiddu síðan fyrir innflutning til Bretlands í enskum pundum til ríkisstjórnar Bretlands. Sama gagnvart Hollandi. Mér finnst það merkilegt, sem haldið er fram, að "samningaleiðin sé þrautreynd". Þetta eru ósannindi. Sannleikurinn er sá, að grundvöllur Íslendinga hefur aldrei verið lagður fram í öllu "samninga" ferlinu. Ástæðan? Samspillingin vill ekki styggja Breta og Hollendinga, sem geta sagt nei við aðild Íslands í ESB. Ég slæddist óvart með á myndina med Donald í stað Tony. Myndin var tekin, er við heimsóttum forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson s.l. vor.

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar