tisdag 20 september 2011

Krafa dagsins: þingrof og nýjar alþingiskosningar


Niðurstaða skoðunarkönnunar markaðsfyrirtækisins Maskínu, sem Morgunblaðið birtir í morgun, lýsir á afdráttarlausan hátt afstöðu landsmanna til stjórnmálamanna, bæði þeirra sem eru með í ríkisstjórn og þeirra sem eru í stjórnarandstöðu.

Rúm 64% eru fremur eða mjög óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og einungis 14,6% eru frekar eða mjög ánægð með störf hennar. Ríkisstjórning hefur tekið upp stríð í mörgum málum gegn þjóðinni, sem þjóðin hefur í skoðanakönnunum gefið til kynna að skipta hana ekki hinu minsta máli eins og t.d. að greiða Icesave fyrir Landsbankann, ganga með í ESB, kosningar um stjórnlagarþing eða auka vald forsætisráðherra til að fjölga ráðuneytum, ráðherrum og aðstoðarmönnum ráðherra.

Rúm 63% eru fremur eða mjög óánægð með stjórnarandstöðuna og einungis 7,3% frekar eða mjög ánægð með störf hennar. Ráða mistök stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Icesave hér miklu um ásamt of linri andstöðu almennt gegn ríkisstjórn, sem ver bankana og keyrir almenning botnlaust niður í skatta og skuldafen. Engar aðrar skýringar á þessari linkind er að finna aðra en þá hina sömu og heldur ríkisstjórninni enn við völd: Menn óttast nýja kosningar og það að þurfa að missa stólinn sinn.

Mikilvægustu málin að mati þjóðarinnar samkvæmt fyrri skoðanakönnunum eru í fyrsta lagi að skapa góð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki að vaxa svo atvinnusköpun myndist á ný og í öðru lagi að hreinsa ofurskuldir heimilanna þannig að fólk geti orðið sjálfbjarga á sjálfstæðum grundvelli í stað skuldaþrældóms.

Þjóðin þarf þingmenn, sem með málefnum þurfa að berjast fyrir þingstól sínum og beita honum síðan fyrir málefnið, þegar á þing er komið. Ekki þingmenn, sem líta á stólinn sem bitling og tekjulind.

Eina leiðin til að losna út úr þeirri sjálfseyðingarsjálfheldu, sem nú ríkir á Íslandi, er að rjúfa þing og efna till nýrra alþingiskosninga. Þetta á að vera krafa dagsins númer eitt.

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar